9. fundur
fjárlaganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 16. október 2023 kl. 09:30


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:30
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Bjarni Jónsson (BjarnJ) fyrir (JSkúl), kl. 09:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:30
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:30
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:30
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:30
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:30

Njáll Trausti Friðbertsson tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði. Hann vék síðan af fundi kl. 10:40.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2024 Kl. 09:30
Kl. 9.30. Til fundarins kom Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Með honum komu Ingilín Kristmannsdóttir, Hermann Sæmundsson, Árni Freyr Stefánsson, Sigtryggur Magnason og Ingveldur Sæmundsdóttir frá innviðaráðuneytinu.
Ráðherra kynnti þau málefnasvið og málaflokka sem eru á ábyrgðarsviði ráðuneytisins og svaraði síðan spurningum nefndarmanna ásamt starfsfólki ráðuneytisins.
Samþykkt var skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá ráðuneytinu um tiltekin atriði.

2) Breyting í stjórn samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir Kl. 11:12
Formaður gerði það að tillögu sinni að hann yrði skipaður í stjórn samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir. Meiri hluti nefndarinnar samþykkti tillöguna en hann skipa SVS, JFF, BjarnJ, TBE og VilÁ, en minni hlutinn sat hjá.

3) Önnur mál Kl. 11:14
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 11:15
Fundargerð 8. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:16